Þessi skemmtilega hefð hefur verið viðhöfð undanfarin ár.
24.1.2020 Kl: 14:23
Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur hjá Landhelgisgæslunni í dag og var boðið til kaffisamsætis. Um samstilltar aðgerðir var að ræða sem fóru fram í Keflavík, Skógarhlíð, um borð í varðskipinu Þór og Reykjavíkurflugvelli. Undanfarin ár hefur þessi skemmtilega hefð verið við lýði hjá Landhelgisgæslunni og það sama verður upp á teningnum í kringum Konudaginn, þann 23. febrúar.
Kaffisamsætið í Skógarhlíð.
Páll Geirdal, skipherra á varðskipinu Þór. Í bakgrunni er Kristinn Ómar Jóhannsson, háseti.
Starfsfólkið í Keflavík hélt Bóndadaginn sömuleiðis hátíðlegan.
Hlaðborðið um borð í Þór.
Brauðtertan var með glæsilegasta móti.