Kanadíski flugherinn með færanlegan ratsjárbúnað á Miðnesheiði

- Kanadíski flugherinn flutti færanlegan ratsjárbúnað hingað til lands til að trygga órofið eftirlit með loftrýminu.

  • Midnesheidi

18.2.2020 Kl: 09:03

Í ár verða ratsjáreftirlitskerfin hér á landi uppfærð og er verkefnið að mestu fjármagnað af Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Til að tryggja að eftirlit með loftrýminu sé órofið flutti kanadíski flugherinn færanlegan ratsjárbúnað hingað til lands. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og 30 liðsmenn kanadísku sveitarinnar hafa undanfarnar vikur unnið að uppsetningu búnaðarins sem staðsettur er á Miðnesheiði.

Framlag Kanada er þýðingarmikið og endurspeglar mikilvægt samstarf þjóðanna, samstöðu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og mikilvægi þess fyrir bandalagið. Afar brýnt er að á Íslandi sé virkt loftrýmiseftirlit alla daga ársins. Ratsjárstöð kanadíska flughersins tryggir að svo verði áfram meðan unnið er að uppfærslunni. Landhelgisgæslan er þakklát kanadísku flugsveitinni og framlagi hennar til verkefnisins. 

Ljósmyndari kanadíska flughersins tók meðfylgjandi myndir:

Georg-Larusson-Jon-B.-Gudnason-og-lidsmenn-kanadiska-flughersinsGeorg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar, kynntu sér ratsjárstöðina á dögunum.Unnid-ad-uppsetninguUnnið að uppsetningu.20200211ISD0001D008Ratsjárstöð kanadíska flughersins tryggir að svo verði áfram meðan unnið er að uppfærslunni. 
20200206ISD0001D003Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og 30 liðsmenn kanadísku sveitarinnar unnu að uppsetningunni.20200208ISD0001D010Færanlega ratsjárstöðin. Myndir: CAF