Áhöfnin á varðskipinu Tý klappaði fyrir heilbrigðisstarfsfólki.
20.3.2020 Kl: 20:10
Fjölmargir Íslendingar klöppuðu í kvöld til heiðurs heilbrigðisstarfsfólki sem stendur í ströngu um þessar mundir. Áhöfnin á varðskipinu Tý lét sitt ekki eftir liggja og hvatti heilbrigðisstarfsfólkið til dáða með dynjandi lófataki í Önundarfirði klukkan 19:00 í kvöld.
Víða um heim hafa íbúar safnast saman á götum úti og klappað fyrir heilbrigðisstarfsfólki sem vinnur nú óeigingjarna vinnu við afar krefjandi aðstæður.
Sérstakur hópur var stofnaður á Facebook sem efndi til lófataksins klukkan 19:00 í kvöld.