Kræsingar í tilefni bóndadagsins

Konurnar hjá Landhelgisgæslunni slógu í gegn.

  • IMG_4507

25.1.2019 Kl: 14:20

Konurnar hjá Landhelgisgæslunni tóku höndum saman í morgun og gerðu afar vel við karlkyns vinnufélaga sína í tilefni bóndadagsins og buðu til veglegar kökuveislu. Þetta mæltist mjög vel fyrir og sló svo sannarlega í gegn. Um samstilltar aðgerðir var að ræða sem fóru fram samtímis í Keflavík, Skógarhlíð og Reykjavíkurflugvelli. Sömuleiðis var boðið til kökuveislu í varðskipinu Tý. Einnig var búið að setja miða með ljóðum í skál og áttu allir að draga úr skálinni. Karlarnir voru þakklátir fyrir þessar glæsilegu kræsingarnar en þurfa svo að sýna hvað í þeim býr á konudaginn, þann 24. febrúar.

IMG_4490Kökurnar voru afar veglegar og hittu í mark. 

IMG_4517Sigríður Guðbjörnsdóttir, Linda María Runólfsdóttir og Margrét Óskarsdóttir stóðu í ströngu.

IMG_1015Jón Árni Árnason, Emil Sigurðsson og Stefán Einarsson, varðstjórarnir í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, brostu hringinn þegar komið var með kræsingarnar í morgun.

IMG_1024Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, Helgi Rafnsson, flugvirki og  Kristján Björn Arnar, flugvirki, ræða saman.

Ljosmynd-4_1548428459244Rannveig, Tinna og Sólveig sáu um veisluborðið í varðskipinu Tý.

IMG_1018Texti Bubba Morthens átti vel við í dag.
IMG_1022_1548426210548Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.
IMG_1012Þar sem hjartað slær, skilaboðin til starfsmanna stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar voru viðeigandi.IMG_0793_1548427098899Páll Geirdal, Níels Bjarki Finnsen, Georg Kr. Lárusson og Ásgrímur L. Ásgrímsson gæða sér á veitingunum.IMG_0789_1548427098757Fjölmennt var á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð.IMG_4547Á Keflavíkurflugvelli sló uppátækið í gegn.IMG_4507Sigríður, Margrét og Linda voru þjóðlegar í tilefni dagsins.IMG_0800Allir drógu eitt ljóð úr skál.Ljosmynd-2_1548428459202Ljóðin um borð í Tý. Ljosmynd-3_1548428459248Veisluborðið var glæsilegt um borð í varðskipinu Tý.