Kuldalegt á reykköfunaræfingu
Áhöfnin á varðskipinu Tý hélt reykköfunaræfingu í Grundarfjarðarhöfn í vikunni.
1.10.2020 Kl: 16:54
Áhöfnin á varðskipinu Tý er nú við eftirlit á Íslandsmiðum. Æfingar skipa stóran sess í störfum áhafnarinnar og í gær fór fram reykköfunaræfing um borð í Sigurborgu gömlu sem liggur í Grundarfjarðarhöfn. Eins og myndirnar sýna var heldur kuldalegt um að litast í Grundarfirði. Æfingin er mikilvæg ef áhöfnin þarf að bregðast við eldi um borð í skipi og sérstaklega þýðingarmikið að rifja upp réttu handtökin reglulega. Þá var sömuleiðis æft með hafnsögubáti Faxaflóahafna í síðustu viku við upphaf ferðarinnar.Myndir: Thorben Lund og Guðmundur St. Valdimarsson.
Reykköfunaræfingin undirbúin.
Farið um borð
Reykköfunaræfingin fór fram í Sigurborgu í Grundarfjarðarhöfn.
Einnig var æft með hafnsögubáti Faxaflóahafna í vikunni.