Annasamur og eftirminnilegur dagur.
16.5.2023 Kl: 15:08
Dagurinn hefur verið eftirminnilegur og annasamur hjá Landhelgisgæslunni sem aðstoðar lögreglu við öryggisgæslu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík.Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hefur sinnt eftirliti úr lofti en vélin var kölluð fyrr til landsins úr verkefnum fyrir Frontex vegna fundarins.
Þá hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar einnig verið á flugi um höfuðborgarsvæðið, séraðgerðasveit komið að sprengjuleit og öryggisgæslu, áhöfnin á varðskipinu Þór verið til taks við Reykjavík auk þess sem starfsmenn varnarmálasviðs hafa staðið í ströngu undanfarna daga.
Meðfylgjandi mynd tók Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, af TF-SIF í morgun þegar hún tók á loft frá Reykjavík.
TF-GRO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.