Landhelgisgæslan æfði með bandaríska sjóhernum

Leit og björgun æfð á Húnaflóa.

  • Droppaefing-a-Hunafloa-5-

27.6.2023 Kl: 14:18

Landhelgisgæslan og bandaríski sjóherinn æfðu saman leit og björgun á Húnaflóa í gær. Varðskipið Freyja og eftirlitsflugvélin TF-SIF tóku tóku þátt í æfingunni fyrir hönd Landhelgisgæslunnar og áhöfn P8 flugvélar fyrir hönd sjóhersins.

Áhafnir varðskipsins og flugvélanna fengu það verkefni að leita að fiskibáti á Húnaflóa með tveimur innanborðs sem var í vanda. Þegar báturinn fannst var björgunarbáti varpað úr kafbátaleitarflugvélinni að bátnum og sömuleiðis var búnaði varpað úr flugvélinni.

Æfingin heppnaðist vel. Landhelgisgæslan æfir reglulega með helstu samstarfsaðilum sínum á hafsvæðinu umhverfis landið en slíkar æfingar eru afar mikilvægar.

Droppaefing-a-Hunafloa-10-Búnaði var varpað úr TF-SIF. 

Droppaefing-a-Hunafloa-5-P8, kafbátaleitarflugvél bandaríska sjóhersins, tók þátt í æfingunni og varpaði búnaði út í Húnaflóa. 

IMG_0995_1687877153381Gunnar Guðmundsson, flugmaður, um borð í TF-SIF. 

VArdskipid-FreyjaVarðskipið Freyja.

IMG_0911Hreggviður Símonarson um borð í TF-SIF. 

P8P8 vélin á flugi.