Landhelgisgæslan gaf í dag út nýtt sjókort af Vestfjörðum sem nær yfir haf- og strandsvæðið frá Bjargtöngum að Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi.
21.6.2023 Kl: 14:55
Landhelgisgæslan gaf í dag út nýtt sjókort af Vestfjörðum
sem nær yfir haf- og strandsvæðið frá Bjargtöngum að Stigahlíð í
Ísafjarðardjúpi. Kortið er númer 45 og ber heitið Bjargtangar – Stigahlíð.
Um er að ræða strandsiglingakort í mælikvarðanum 1:100 000
og er því um að ræða sjókort með mun nákvæmari upplýsingum en
yfirsiglingakortið sem einnig tekur yfir þetta svæði enda stór hluti
dýptarmælinganna gerður með fjölgeisladýptarmæli.
Baldur, sjómælingaskip Landhelgisgæslunnar, hóf skipulagðar
dýptarmælingar í kortið árið 2006 og voru þær gerðar með hléum til ársins 2022
og hefur lokafrágangur sjókortsins staðið yfir síðan.
Það er ekki á hverjum degi sem Landhelgisgæslan gefur út
nýtt sjókort sem unnið er frá grunni og af því tilefni bauð starfsfólk sjómælinga-
og siglingaöryggisdeildar Landhelgisgæslunnar samstarfsfólki sínu í
höfuðstöðvum LHG upp á kaffi og bakkelsi.
Þá er gaman að segja frá því að í dag, 21. júní, er
alþjóðlegur dagur sjómælinga og því afar viðeigandi að gefa þetta nýja sjókort
út í dag.
Fjölmenni var viðstatt þegar nýja kortið var kynnt í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar.
Nýja kortið
Árni Vésteinsson og Guðmundur Birkir Agnarsson.
Baldur mælir á svæðinu fyrir nokkrum árum.
Kortið prentað.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, skoðar nýja kortið.