Landhelgisgæslan hvetur til að hugað verði að skipum og bátum í höfnum

Öldulíkön gera ráð fyrir mikilli ölduhæð norðan við landið á morgun og fram á aðfaranótt miðvikudags.

  • Oldulikan

9.10.2023 Kl: 16:42

Landhelgisgæslan vekur athygli á að stormspá er í gildi fyrir mið og djúp í kringum landið. Gert er ráð fyrir að vindur snúist til mjög hvassrar norðlægrar áttar seint í kvöld og í nótt og gera öldulíkön ráð fyrir mikilli ölduhæð norðan við landið á morgun og fram á aðfaranótt miðvikudags.

Þrátt fyrir að nú sé smástreymt má gera ráð fyrir að áhlaðandi vegna ölduhæðar geti haft áhrif í höfnum sem standa opnar fyrir norðan öldunni og að þar geti myndast ókyrrð og súgur. Landhelgisgæslan hvetur því til að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.

Meðfylgjandi ölduspárkort er fengið af Brunni Veðurstofu Íslands og gildir á miðnætti aðfaranótt miðvikudags.

Oldulikan

Meðfylgjandi ölduspárkort er fengið af Brunni Veðurstofu Íslands og gildir á miðnætti aðfaranótt miðvikudags.