Landhelgisgæslan nýtur mests trausts

Landhelgisgæslan nýtur mests trausts níunda árið í röð

  • Traust2019

1.3.2019 Kl: 14:02

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem nýtur mests trausts íslensku þjóðarinnar en rúmlega 89% þeirra sem taka afstöðu í könnun Gallup bera mikið traust til hennar, sem er svipað hlutfall og síðustu ár. Þetta er níunda árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust eða allt frá því stofnuninni var tekin inn í mælingar Gallup. Landhelgisgæslan er afar stolt og þakklát. 

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir einvala lið hafa valist til starfa hjá stofnuninni og það eigi allan heiðurinn af þessu mikla trausti.

,,Enn einu sinni sýna niðurstöður þjóðarpúls Gallup að Landhelgisgæslan nýtur yfirburða trausts þjóðarinnar og það er dugmiklu, áræðnu og frábæru starfsfólki að þakka. Ykkur hefur tekist að hlúa vel að þessu eftirsóknarverða fjöreggi undanfarin ár og við verðum í sameiningu að halda því áfram enda er þessi traustsyfirlýsing þjóðarinnar staðfesting á að færu starfsfólki Landhelgisgæslunnar hefur tekist að standa undir ábyrgð sinni með metnaði og alúð.“