Landhelgisgæslan tekur þátt í Grænum skrefum

Verkefninu er ætlað að bæta starfsumhverfi starfsmanna sinna auk þess sem þeim er ætlað að draga úr rekstrarkostnaði.

  • LOGO300pt

Landhelgisgæsla Íslands skráði sig á dögunum í verkefnið Grænu skrefin. Verkefnið snýst um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. Alls taka 80 ríkisstofnanir þátt. 

Samkvæmt heimasíðu Grænna skrefa hófst verkefnið formlega fyrir fimm árum. Það var þróað og sett á laggirnar af stýrihópi um vistvæn innkaup og er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og í umsjón Umhverfisstofnunar.

Grænu skrefin miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Þá er verkefninu ætlað bæta starfsumhverfi starfsmanna sinna auk þess sem þeim er ætlað að draga úr rekstrarkostnaði. 

Landhelgisgæslan er stoltur þátttakandi í þessu spennandi og bráðnauðsynlega verkefni.