Landhelgisgæslan tekur þátt í umfangsmikill æfingu á Svalbarða

Landhelgisgæslan hefur leitt skipulagningu æfingarinnar en æfingin hófst á mánudag og lýkur á morgun.

  • 301309311_1083722632537647_9002082768575373632_n

ARCSAR-431.8.2022 Kl: 16:14

Í vikunni hefur umfangsmikil björgunaræfing farið fram um borð í farþegaskipinu MV Quest undan ströndum Longyearbyen á Svalbarða. Æfingin er hluti af samstarfsverkefninu ARCSAR sem Landhelgisgæslan tekur þátt í ásamt öðrum björgunaraðilum, háskólum og einkafyrirtækjum.

Landhelgisgæslan hefur leitt skipulagningu æfingarinnar en æfingin hófst á mánudag og lýkur á morgun.

302715227_1086243842285526_1570114124711691175_nARCSAR er verkefni sem Evrópusambandið fjármagnar og er ætlað að bæta öryggis og viðbúnaðarkerfið á norðurslóðum með rannsóknum og innleiðingu nýjunga.

ARCSARÁ æfingunni er farið yfir vinnubrögð og starfsaðferðir skemmtiferðaskipa. Einnig eru viðbrögð við slysi um borð í farþegaskipi æfð en æfingunni er ætlað að auka lífslíkur þeirra sem um borð eru með samhæfðum aðgerðum þeirra sem koma að björgunarstörfum á norðurslóðum.

ARCSAR-2Um borð í MV Quest gefst einstakt tækifæri til að stilla saman strengi viðbragðsaðila og útgerða skemmtiferðaskipa með samræmdum aðgerðum. Fulltrúum þessara fjölbreyttu samstarfsaðila gefst afar mikilvægt tækifæri til að læra hver af öðrum og tryggja fumlaus vinnubrögð ef neyðarástand skapast um borð í farþegaskipi á norðurslóðum. Að æfingunni koma einingar frá norsku strandgæslunni, björgunarstjórnstöðvum í Noregi, fulltrúar sýslumannsins á Svalbarða, áhöfn MV Quest og fjöldi annarra fyrirtækja og stofnana.

Um borð í farþegaskipinu eru 25 í áhöfn auk rúmlega 50 þátttakenda. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar eru fjórir, Auðunn Kristinsson, Hekla Jósepsdóttir, Snorre Greil og Anton Örn Rúnarsson.

301898756_1086245502285360_3951267757342153645_nFrá æfingunni sem fer fram á Svalbarða.