Landhelgisgæslan tók þátt í Polaris 2019

Átta þjóðir æfðu viðbrögð við stórslysi við Finnland

  • IMG_2223

2.4.2019 kl:15:40

Landhelgisgæslan tók þátt í stórslysaæfingunni Polaris 2019 sem fram fór í Finnlandi í dag. Átta þjóðir, sem mynda Arctic Coast Guard Forum, komu að æfingunni, en æfð voru viðbrögð við neyðarástandi um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Finnlands. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, tók þátt auk þess sem starfsmenn stofnunarinnar voru í aðgerðastjórn í samhæfingarstöð finnsku strandgæslunnar. 

Þá hefur Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fundað með forsvarsmönnum annarra strandgæsla í dag en samstarf á norðurslóðum er Íslandi afar mikilvægt. 

Það er ákaflega þýðingarmikið fyrir Landhelgisgæsluna að taka þátt í fjölþjóðlegri æfingu sem þessari enda er nauðsynlegt að viðhalda góðu samstarfi við önnur ríki á norðurslóðum og vita að samstarfsþjóðirnar eru til taks ef bregðast þarf við stóráföllum. 

Í lok vikunnar tekur Landhelgisgæslan við formennsku í Arctic Coast Guard Forum af Finnum sem gegnt hafa formennsku undanfarin tvö ár.

Polaris 2019

IMG_1246Aðgerðum stjórnað í Turku. Einar H. Valsson, skipherra, var meðal þeirra sem tóku þátt í aðgerðastjórninni.

IMG_1249Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði og Einar H. Valsson, skipherra, í samhæfingarstöðinni í Finnlandi. 

IMG_2223Hafsteinn Hreiðarsson, flugstjóri, og Gunnar Guðmundsson, flugmaður, um borð í TF-SIF í dag.

IMG_2208Friðrik Höskuldsson, yfirstýrimaður, fer yfir málin með flugmönnunum.

IMG_2211TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, á flugvellinum í Turku.

IMG_2239Hreggviður Símonarson, stýrimaður, um borð í TF-SIF í dag.