Leitað að vélstjóra um borð í Freyju
Ertu með vélstjórnarréttindi VS.I og langar að spreyta þig á varðskipi í sumar?
30.5.2024 Kl: 10:10
Ertu með vélstjórnarréttindi VS.I og langar að spreyta þig á varðskipi í sumar?
Landhelgisgæslan leitar að öflugum og jákvæðum vélstjórnarmenntuðum einstaklingi með góða samskipta- og samstarfshæfileika til að leysa af á varðskipinu Freyju sem gert er út frá Siglufirði. Um er að ræða tímabilið 1. júlí til 31. september.
Áhugasamir geta sent umsókn eða fyrirspurnir á netfangið umsokn@lhg.is
Ljósmyndir: Þorsteinn Dagur Rafnsson