LHG tekur þátt í nýsköpunarverkefni sem miðar að því að auka öryggi

Landhelgisgæsla Íslands tekur nú þátt í nýsköpunarverkefninu AI-ARC.

  • 6L8A8126

29.9.2021 Kl: 9:51

Landhelgisgæsla Íslands tekur nú þátt í nýsköpunarverkefninu AI-ARC. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem fjármagnað er af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, Horizon2020. Verkefnið miðar að því að auka sjálfvirkni við eftirlit, löggæslu, leit og björgun á norðurslóðum með gagnasöfnun og gervigreind. Ætlunin er að útbúa nýstárlegt, öflugt, skilvirkt og notendavænt kerfi sem aflar gagna um skipaumferð og sjótengda starfsemi. Því er ætlað að auðvelda greiningu á hvers kyns frávikum, auðvelda áhættugreiningu og leiða til samþættra upplýsinga um skipaumferð.

Markmiðið með verkefninu er að útbúa verkfæri fyrir löggæslu- og öryggisstofnana sem auðveldar ákvarðanatöku og eykur öryggi sjófarenda. Landhelgisgæslunni er ætlað að greina siglingar og sjótengda starfsemi á norðurslóðum. Þá er Landhelgisgæslunni einnig ætlað að leggja mat á virkni þess kerfis sem verkefnið leiðir af sér. Verkefnið stendur í hálft þriðja ár.

Á upphafsfundi þeirra sem standa að verkefninu kynnti Landhelgisgæslan áskoranir við löggæslu, umhverfisvöktun, leit og björgun á hafinu við Ísland og sýn stofnunarinnar á eftirlitsaðferðum framtíðarinnar sem munu að einhverju leyti byggjast á gervigreind.

Landhelgisgæslan er stolt að taka þátt í umbótaverkefni sem þessu sem miðar að því að auka öryggi sjófarenda með notkun á nýjustu tækni. 

DI1A6781Markmiðið með verkefninu er að útbúa verkfæri fyrir löggæslu- og öryggisstofnana sem auðveldar ákvarðanatöku og eykur öryggi sjófarenda.