– Laus af strandstað
8.11.2019 Kl: 08:57
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning á sjöunda
tímanum í morgun um að línubátur væri strandaður við Rifstanga á
Melrakkasléttu. Tveir voru um borð. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var
kölluð út sem og björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn auk
sjóbjörgunarsveita á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá voru bátar sem
voru í grenndinni einnig beðinn um að halda á vettvang. Rúmri klukkustund eftir
strandið tókst björgunarskipinu Gunnbjörgu að draga línubátinn af strandstað.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var þá afturkölluð sem og aðrar bjargir. Línubáturinn er nú á leið til Raufarhafnar.