Litlu jólin í Freyju

Um helgina kom áhöfnin á varðskipinu Freyju saman og hélt hið árlega jólabingó og litlujól.

  • 263316532_662970061750887_8693074423996557043_n

6.12.2021 Kl: 10:56

Um helgina kom áhöfnin á varðskipinu Freyju saman og hélt hið árlega jólabingó og litlujól. Áhöfnin hefur í fjölmörg ár staðið fyrir viðburðinum um borð í Tý en nú hefur hefðin verið flutt yfir á varðskipið Freyju. Áhöfnin tók saman stuttan jólapistil:

,,Dagurinn var með hefðbundnu sniði, þ.e.a.s. okkar sniði. Þegar kvölda tók klæddu menn sig upp í betri fötin og mættu til kvöldverðar eða sérstaks jólahlaðborðs þar sem þau Rannveig og Kalli fóru á kostum eins og þeirra er von og vísa. Borðin, sem eru stærri en við eigum að venjast á Tý, svignuðu undan jólakræsingunum. Til að gera svona stóran dag að veruleika hjálpast allir að við undirbúning og frágang.

Eftir vaktaskipti kvöldvaktarinnar hófst svo hið árlega jólabingó og fóru hinar ýmsu kynjaverur að mæta í borðsalinn og vaktirnar tóku þátt í gegnum myndsíma. Spilaðar voru 14 umferðir og voru veglegir vinningar í boði, sem okkur bárust úr ýmsum áttum.

Við kunnum velunnurum okkar, fyrirtækjum og einstaklingum sem lögðu okkur til þessa flottu vinninga, hinar bestu þakkir fyrir.

Varðskipið Freyja heldur til heimahafnar á næstu dögum og taka þá félagar okkar á Þór við vaktinni. Þá förum við heim í stutt aðventufrí og tökum svo við vaktinni aftur þann 22. desember og fram yfir áramót.

Áhöfnin á varðskipinu Tý/ Freyju þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða og sendir landsmönnum öllum, fjölskyldum, samstarfsfélögum og vinum óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.“

263727442_924058865147388_7857284720163267553_n

Áhöfnin í sínu fínasta pússi.

263316532_662970061750887_8693074423996557043_n

Áhöfnin á varðskipinu Freyju.

263773764_304903918174501_648747833306854759_nRannveig Hreinsdóttir og Garðar Nellett.

263633242_293539302541379_7950975478635503818_nJólapeysurnar voru dregnar fram þegar bingóið hófst. 

263339609_480857073357139_6737211957320778252_nEinar H. Valsson, skipherra, tók sig vel út í jólapeysu. 

263498507_443238900642617_2183173656884751536_nBorðsalurinn á Freyju.

263526070_629016138120634_6887782444172888972_nGlæsilegar veitingar.

263157400_406143794594420_2181022197850453503_nBorðið svignaði undan kræsingunum.