Litlu jólin um borð í Þór

Halldór B. Nellett leystur út með gjöfum

  • 130183940_819601172173281_8784214962361880910_n

7.12.2020 Kl: 15:01

Halldór Nellett, skipherra á varðskipinu Þór, var leystur út með gjöfum af áhöfn skipsins þegar hin svonefndu litlu jól voru haldin um borð. Halldóri var þakkað samstarfið og óskað velfarnaðar í nýjum verkefnum í landi. Síðar í vikunni lýkur hann tæplega hálfrar aldar ferli hjá Landhelgisgæslu Íslands. 

Bergvin Gíslason, bryti varðskipsins, reiddi fram glæsilegt smáréttahlaðborð og áhöfnin klæddi sig upp í sitt fínasta púss í tilefni dagsins. 

130251512_136774207990039_3928543239129399014_nHlaðborðið var glæsilegt. 

130465157_235853744562915_6438000881169233229_nKveðja frá áhöfninni.

130402048_119910843163290_8405206432722717045_nPáll Geirdal, verðandi skipherra varðskipsins Þórs, og Halldór Nellett.

Halldor-Nellett_1607353530173Halldór B. Nellett.