Loftrýmisgæsla portúgalska flughersins hálfnuð
Aðflugsæfingar að Akureyrarflugvelli og Egilstaðaflugvelli 4. til 11. mars
3.3.2022 Kl: 15:35
Undanfarnar vikur hefur portúgalski flugherinn annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi. Loftrýmisgæslan er nú hálfnuð og um þessar mundir fara áhafnaskipti flugsveitarinnar fram.
Til að uppfylla flugöryggiskröfur þurfa flugmenn sveitarinnar sem koma hingað til lands að framkvæma aðflugsæfingar að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum dagana 4. til 11. mars.
Framkvæmd verkefnisins er með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.
Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Mynd: Þorgeir Baldursson