Lögfræðingar í sjómælingatúr

Landhelgisgæslan studdi við málstofu NATO Center of Exellence of Operations in Confined and Shallow Waters

Í vikunni fór fram hér á landi málstofa á vegum NATO Center of Exellence of Operations in Confined and Shallow Waters. Á þriðja tug lögfræðinga frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins tóku þátt í málstofunni en flestir þeirra eru sérfræðingar í hafrétti og skyldum greinum.

IMG_5413
IMG_5488

Utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæslan voru á meðal bakhjarla þessa verkefnis en málstofan fór fram í húsakynnum ráðuneytisins við Rauðarárstíg og þátttakendurnir gistu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í gær gafst hluta hópsins kostur á að fara í stutt gæsluflug með flugvélinni TF-SIF á meðan hinir fóru með varðskipinu Baldri í sjómælingatúr um sundin á Kollafirði. Þótt veðrið hafi verið í hryssingslegri kantinum skemmtu allir sér vel, ekki síst þegar aðgerðabáturinn Óðinn sigldi framhjá hópnum á fleygiferð í gegnum hvítfextar öldurnar. 

IMG_5423