Þyrludróni gerður út frá varðskipum Landhelgisgæslunnar

Undanfarna mánuði hefur mannlaus þyrludróni verið gerður út frá varðskipum Landhelgisgæslunnar.

  • Dronaeftirlit-8-

9.9.2022 Kl: 13:32

Undanfarna mánuði hefur þyrludróni verið gerður út frá varðskipum Landhelgisgæslunnar. Um tilraunaverkefni er að ræða í samstarfi við Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA. Tilgangurinn með verkefninu er að kanna hvort og hvernig tæki sem þetta gagnist Landhelgisgæslunni við leit, björgun og eftirlit á hafinu.

Dróninn er af gerðinni Schiebel’s CAMCOPTER® S-100 og getur flogið bæði á nóttu sem degi. Hann kemst ríflega 200 kílómetra frá varðskipinu og getur verið í loftinu í allt að 10 klukkustundir. Þá getur dróninn flogið í allt að 18000 feta hæð. Flug drónans er unnið í nánu samstarfi við ISAVIA. Sérstakur pallur var settur saman af umsjónaraðilum verkefnisins á þilfari varðskipanna til að gera drónanum mögulegt að taka á loft og lenda.

Þyrludróninn er búin öflugum búnaði, þar á meðal myndavél sem hægt er að streyma úr beint í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og um borð í varðskipin.

Fyrir þremur árum var mannlaust loftfar gert út frá Egilsstaðaflugvelli og gaf góð fyrirheit. Landhelgisgæslan er stöðugt að leita leiða til að auka viðbragðsgetuna umhverfis landið og er prófun þyrludrónans einn liður í því.

Dronaeftirlit-24-Sérstakur pallur er á þilfari varðskipanna þar sem dróninn getur tekið á loft og lent. 

Dronaeftirlit-1-Um borð í varðskipinu Freyju.

Dronaeftirlit-7-Dróninn tekur á loft. 

IMG_6493Drónarnir um borð í varðskipinu Þór. 

IMG_6495Hluti áhafnarinnar á varðskipinu Þór við pallinn.