Margir á sjó

880 skip og bátar á miðunum klukkan 9 í morgun.

  • SnipImage

19.5.2020 Kl: 09:54

Töluvert annríki er nú hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar enda er sjósókn með besta móti. Klukkan níu í morgun höfðu varðstjórar LHG eftirlit með 880 skipum og bátum á miðunum kringum landið, jafnt togurum sem strandveiðiflotanum. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig skipaflotinn blasti við varðstjórunum í morgun.

SnipImageVarðstjórar Landhelgisgæslunnar höfðu eftirlit með 880 skipum og bátum á miðunum í morgun.