Mest traust borið til Landhelgisgæslunnar
Mest traust borið til Landhelgisgæslunnar, tólfta árið í röð.
3.3.2022 Kl: 15:17
Takk fyrir traustið!
Landhelgisgæslan nýtur mests trausts almennings samkvæmt niðurstöðum þjóðarpúls Gallup sem birtust í dag. 87% þjóðarinnar ber mikið traust til Landhelgisgæslunnar.
Þetta er tólfta árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust íslenskra stofnana og fyrir það erum við afar stolt og þakklát.