Minningarathöfn um borð í varðskipinu Þór.
Þess minnst að 75 ár eru frá því að þáttaskil urðu í orrustunni um Atlantshaf.
Í morgun var haldin minningarathöfn um borð í varðskipinu Þór í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá því að þáttaskil urðu í orrustunni um Atlantshaf og herir bandamanna náðu undirtökum. Þátttakendur í athöfninni voru Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og James G. Foggo, aðmíráll og aðalstjórnandi Trident Juncture en þeir vörpuðu blómsveig í hafið til minningar um atburðinn. Sex áhafnarmeðlimir á varðskipinu Þór stóðu heiðursvörð og Örn Hafsteinsson lék á trompet. Undir lok athafnarinnar var gerð stundarþögn.
Sex áhafnarmeðlimir á varðskipinu Þór stóðu heiðursvörð.
James Foggo, aðmíráll, flytur ávarp.
Áhafnarmeðlimir á Þór standa með blómsveiginn.James Foggo, aðmíráll, og Guðlaugur Þór Þórðarson.
Undir lok athafnarinnar var gerð stundarþögn.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og James Foggo, aðmíráll ræða saman.
Myndirnar tók Jón Páll Ásgeirsson.