Varðskipið Þór náði Núpi á flot

26. nóvember, 2018

Áhöfnin á varðskipinu Þór tókst að draga línubátinn Núp af strandstað.

26.11.2018 KL: 10:05

Varðskipið Þór náði línubátnum Núpi á flot í Patreksfirði á
tíunda tímanum í morgun. Varðskipið var sent vestur eftir að tilkynning barst
um strandið í gærkvöld og hóf áhöfn þess þegar í stað undirbúning við að ná
skipinu af strandstað. Taug var komið fyrir á milli skipanna og þegar færi
gafst í morgunflóði var Núpi komið á flot. Björgunarskipið Vörður dregur Núp
síðasta spölinn inn í Patreksfjarðarhöfn þar sem skemmdir verða kannaðar.

Meðfylgjandi eru myndir frá aðgerðum morgunsins.

46879888_555993458174060_8781511333360173056_nÁhöfnin á Þór kom taug á milli skipanna.

46691514_554485201694588_3783323595967561728_nNúpur var dreginn af strandstað á tíunda tímanum í morgun en hann strandaði í gærkvöld.

46665341_324264085063674_3794641539167158272_nLínubáturinn Núpur. 

46782258_347243209413086_7402728742881067008_nÁhöfnin á varðskipinu Þór að störfum. Myndir: Bergvin Gíslason.