Nýir skipherrar

Thorben Jósef Lund og Páll Geirdal taka við sem fastir skipherrar um næstu áramót.

  • IMG_3648_1602855517769

16.10.2020 Kl: 13:36

Um næstu áramót verða þau tímamót hjá Landhelgisgæslunni að þeir Thorben Jósef Lund og Páll Geirdal taka við sem fastir skipherrar á varðskipum Landhelgisgæslunnar. Þá mun Halldór Nellett, skipherra á Þór, láta af störfum eftir áratuga farsælt starf og verður hans sárt saknað. Þrír skipherrar verða því á varðskipunum eins og tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Einar H. Valsson verður áfram skipherra á varðskipinu Tý, Thorben Lund verður skipherra á báðum skipum og Páll Geirdal verður skipherra á varðskipinu Þór. Þetta fyrirkomulag verður í gildi næstu tvö ár til að byrja með.
Thorben og Páll eiga sér langan og farsælan feril hjá Landhelgisgæslunni. Thorben hóf störf hjá Landhelgisgæslunni árið 1984 og Páll árið 1986. Þeir störfuðu báðir sem sigmenn á þyrlum Landhelgisgæslunnar, hafa undanfarin ár verið yfirstýrimenn og hafa leyst af sem skipherrar á varðskipum Landhelgisgæslunnar frá árinu 2000. 
IMG_6305-2Thorben Jósef Lund hóf störf hjá Landhelgisgæslunni árið 1984.
Pall-Geirdal-mynd-Arni-SaebergPáll Geirdal hóf störf hjá Landhelgisgæslunni árið 1986. Mynd: Árni Sæberg.