Nýir þjálfarar útskrifaðir
Vel heppnað samstarf Landhelgisgæslu Íslands og íþróttafélagsins Mjölnis.
25.11.2021 Kl: 15:05
Á dögunum luku fjórir hásetar á varðskipum Landhelgisgæslunnar þjálfaranámskeiði í víkingaþreki hjá íþróttafélaginu Mjölni. Þetta eru þeir Bergþór Lund, Gísli Freyr Njálsson, Jón Kristján Jónsson og Valur Heiðar Einarsson. Námskeiðið fór fram undir styrkri handleiðslu Böðvars Tandra Reynissonar, yfirþjálfa og íþróttastjóra Mjölnis.Að námskeiði loknu munu þjálfararnir koma til með að útfæra æfingaplön og þjálfa starfsfólk samkvæmt víkingaþrekskerfinu en það er æfingakerfi sem var upphaflega þróað til að byggja upp þrek, þol og styrk hjá fólki sem æfir bardagaíþróttir. Þjálfararnir munu jafnframt ráðast í úrbætur á líkamsræktaraðstöðu um borð í varðskipunum og sjá til þess að hún uppfylli settar kröfur.
Við þökkum okkar mönnum, ásamt Böðvari Tandra fyrir vel unnin störf og hlökkum til að fylgjast með starfi þeirra í framtíðinni.
Auðunn F. Kristinsson, Valur Heiðar Einarsson, Jón Kristján Jónsson, Georg Kr. Lárusson, Böðvar Tandri Reynisson, Gísli Freyr Njálsson, Bergþór Lund og Sigurður Ásgrímsson.
Valur Heiðar Einarsson, Jón Kristján Jónsson, Gísli Freyr Njálsson og Bergþór Lund.
Bergþór Lund og Georg Kr. Lárusson.
Valur Heiðar Einarsson og Georg Kr. Lárusson.
Jón Kristján Jónsson og Georg Kr. Lárusson.
Gísli Freyr Njálsson og Georg Kr. Lárusson.