Óðinn gamli fær olíu
Fyrrverandi skipverjar á Óðni hugsa vel um gamla varðskipið.
Varðskipið Óðinn er starfsmönnum Landhelgisgæslunnar kært enda þjónaði það þjóðinni og stofnuninni í tæpa hálfa öld. Skipið á sér langa og merkilega sögu en það hefur verið hluti af Sjóminjasafninu frá árinu 2008. Skipinu er vel við haldið en á dögunum tóku nokkrir fyrrverandi skipverjar á Óðni sig til og settu afgangsolíu af varðskipinu Tý yfir á vélar gamla varðskipsins. Á meðfylgjandi myndum sjást smyrjararnir Haukur D. Grímsson og Jarl Bjarnason dæla afgangsolíunni af Tý en olíutunnurnar voru svo fluttar með dráttarbátnum Magna yfir í Óðinn. Einar H. Valsson, skipherra á Tý, fylgdist með og allir hjálpuðust að.
Smyrjararnir Haukur D. Grímsson í bláu og Jarl Bjarnason í appelsínugulum.
Tunnurnar voru fluttar með dráttarbátnum Magna yfir í Óðinn.
Óðinn kom til landsins árið 1960 en síðasta ferð hans fyrir Landhelgisgæsluna var farin árið 2006. Hann er nú hluti af Sjóminjasafni Íslands.
Jarl, Haukur og Einar. Myndir: Guðmundur St. Valdimarsson.