Áhöfnin á varðskipinu Freyju lagði út öldumælidufl á dögunum.
16.10.2023 Kl: 11:38
Áhöfnin á varðskipinu Freyju lagði út öldumælidufl við Straumnes á dögunum. Vel gekk að koma duflinu á sinn stað. Þegar verkinu var lokið heyrðist vel í því auk þess sem það sendi upplýsingar inn á vef Vegagerðarinnar.
Meðfylgjandi myndband sem Guðmundur St. Valdimarsson tók sýnir hvernig vinna sem þessi fer fram. Öldumælidufl lagt út Áhöfn varðskipsins Freyju.