Öldungaráð Landhelgisgæslunnar í heimsókn

Öldungaráð Landhelgisgæslunnar kom nýverið í heimsókn á starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ásgrímur L. Ásgrímsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs og Jón B. Guðnason framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli tóku á móti hópnum.

Gestirnir fóru hring um svæðið og skoðuðu meðal annars herþotu sem varnarliðið skildi eftir á sínum tíma. Þá hitti Öldungaráðið fulltrúa bandaríska flughersins sem voru á svæðinu á sama tíma.

 
Hópurinn skoðaði starfssvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli í fylgd forstjóra og starfsmanna Landhelgisgæslunnar.

Öldungaráðið er skipað fyrrverandi starfsmönnum Landhelgisgæslunnar sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað hjá Landhelgisgæslunni fram að því að þeir hófu töku eftirlauna. Var þetta í fyrsta skipti sem meðlimir Öldungaráðsins heimsóttu Landhelgisgæsluna á Keflavíkurflugvelli og mætti glæsilegur hópur fyrrum starfsmanna ásamt mökum. Öldungaráðið er stór hluti af vinnustaðamenningu Landhelgisgæslunnar og meðal annars er meðliðum ráðsins boðin þátttaka í margvíslegum viðburðum á vegum Landhelgisgæslunnar.

 
Tveir kappar úr Öldungaráðinu á spjalli við fulltrúa bandaríska flughersins; standandi er Kristján Þ. Jónsson fyrrum skipherra og sitjandi er Ingvar Kristjánsson fyrrum skipatæknistjóri.