Páskaegg flutt með sprengjubíl og í lögreglufylgd

- Mannauðssvið Landhelgisgæslunnar og séraðgerðasveit tóku höndum saman og komu páskaeggjum til starfsmanna með ýmsum aðferðum.

  • 20200401_090821

7.4.2020 Kl: 10:40

Ahofnin-a-Ty_1586256918142

Mannauðssvið Landhelgisgæslunnar stóð frammi fyrir skemmtilegu og krefjandi verkefni þegar kom að því að færa starfsmönnum páskaegg. Þar sem varúðarráðstafanir eru miklar hjá Landhelgisgæslunni, starfsemin dreifð og fjölbreytt, var nauðsynlegt að hugsa í lausnum.

Mannauðssvið með Svanhildi Sverrisdóttur í fararbroddi vildi alls ekki rjúfa þessa skemmtilegu hefð, þrátt fyrir aukið flækjustig, og fékk því séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar til liðs við sig. Sveitin, sem er sannarlega á heimavelli þegar kemur að því að finna réttu lausnirnar, gekk rösklega til verks og beitti ýmsum aðferðum við dreifingu eggjanna.

IMG_0042

Páskaeggin voru afhent í gegnum glugga, stillt upp undir ströngu sóttvarnareftirliti á flugvelli, flutt með öruggum sprengjubíl um borð í varðskipið Tý í Helguvík og svo komu félagar okkar í lögreglunni á Vestfjörðum eggjunum um borð í varðskipið Þór sem nú er til taks í Ísafjarðardjúpi vegna veðurs.

Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gaman að geta glatt starfsmenn sem hafa lagt mikið á sig á undanförnum vikum.

„Landhelgisgæslan er mikilvægur hlekkur í almannavarnakeðjunni og oft er okkar þörf þegar aðrar bjargir þrýtur. Starfsfólk okkar hefur lagt gríðarmikið á sig undanfarnar vikur og mánuði svo Landhelgisgæslan sé til taks. Válynd veður, snjóflóð, jarðhræringar og nú heimsfaraldur hefur valdið auknu álagi en fólkið okkar er einstakt og sinnir starfi sínu af alúð og elju.“Iso1

Landhelgisgæslan hafi viljað senda öllum glaðning fyrir páska enda ætti starfsfólkið mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf.

„Við vonum að fólkið okkar njóti og svo taka allir saman þátt í fjaræfingum eftir á en við búum svo vel að hafa innan okkar raða snillinga sem hafa útbúið sérhæfð æfingakerfi fyrir hvern og einn svo við getum áfram haldið okkur í formi og ferðast og hreyft okkur innanhúss og innan skipa næstu vikur. “ Segir Svanhildur.

Iso2Lögreglan á Vestfjörðum aðstoðaði Landhelgisgæsluna við að koma eggjunum síðasta spölinn fyrir áhöfnina á varðskipinu Þór.20200401_085454Starfsmenn í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli komnir með eggin sín.20200401_090821Guðmundur Emil Sigurðsson, stýrimaður og varðstjóri, tekur á móti eggjum í gegnum glugga stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.20200401_095655Eggin komin á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.20200402_155422Áhöfnin á Þór var kát.20200402_155517Eggin komin um borð í varðskipið Þór.91553099_230726151630844_5086258979554721792_nBíll séraðgerðasveitarinnar á bryggjunni í Helguvík.