Plokkað á Reykjavíkurflugvelli

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar tíndi rusl í nágrenni Reykjavíkurflugvallar.

  • IMG_4331

28.4.2020 Kl: 14:34

Hinn árlegi plokkdagurinn var haldinn um helgina og þar voru tugir tonna af rusli týnd upp úr náttúrunni um allt land. 

Í gær fékk Landhelgisgæslan áskorun um að full þörf væri á að plokka upp rusl í kringum flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli eftir veturinn. 

Okkur þótti sjálfsagt að verða við áskoruninni og tíndum rusl í hádeginu í dag. Miklu máli skiptir að við tökum öll höndum saman og leggjum okkar að mörkum.

IMG_4313Hekla Jósepsdóttir og Níels Finsen, týnda upp rusl við girðingu flugvallarins.IMG_4310Georg Kr. Lárusson, lét sitt ekki eftir liggja. IMG_4308Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri Landhelgisgæslunnar, plokkaði.IMG_4315Töluvert rusl hafði safnast við svæði Landhelgisgæslunnar eftir veturinn. IMG_4314Plast var til dæmis fast í girðingu sem umlykur völlinn.IMG_4322Hópurinn með ,,aflann".IMG_4331Georg Lárussom, Níels Finsen, Snorre Greil, Ásgeir Erlendsson og Höskuldur Ólafsson.IMG_4309Snorre Greil.