Plokkað á Reykjavíkurflugvelli
Starfsfólk Landhelgisgæslunnar tíndi rusl í nágrenni Reykjavíkurflugvallar.
28.4.2020 Kl: 14:34
Hinn árlegi plokkdagurinn var haldinn um helgina og þar voru tugir tonna af rusli týnd upp úr náttúrunni um allt land.
Í gær fékk Landhelgisgæslan áskorun um að full þörf væri á að plokka upp rusl í kringum flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli eftir veturinn.
Okkur þótti sjálfsagt að verða við áskoruninni og tíndum rusl í hádeginu í dag. Miklu máli skiptir að við tökum öll höndum saman og leggjum okkar að mörkum.
Hekla Jósepsdóttir og Níels Finsen, týnda upp rusl við girðingu flugvallarins.Georg Kr. Lárusson, lét sitt ekki eftir liggja. Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri Landhelgisgæslunnar, plokkaði.Töluvert rusl hafði safnast við svæði Landhelgisgæslunnar eftir veturinn. Plast var til dæmis fast í girðingu sem umlykur völlinn.Hópurinn með ,,aflann".Georg Lárussom, Níels Finsen, Snorre Greil, Ásgeir Erlendsson og Höskuldur Ólafsson.Snorre Greil.