Ráðstefna um konur og siglingar

9. september, 2019

Haldin á alþjóðasiglingadeginum 26. september

9.9.2019 Kl: 15:28

Alþjóðasiglingadagurinn er í ár helgaður konum með þemanu „Empoweringwomen in the maritime community“. Af því tilefni standa samgöngu- ogsveitarstjórnarráðuneytið og Siglingaráð fyrir ráðstefnu fimmtudaginn26. september undir yfirskriftinni Hvað er svona merkilegt við það?

Í engri starfsstétt á Íslandi er hlutfall kvenna jafnlágt og á sjó. Markmiðráðstefnunnar er að vekja athygli á fjölbreyttum atvinnumöguleikum í siglingumjafnt fyrir konur og karla. Á ráðstefnunni munu innlendir og erlendir fyrirlesararfjalla um sögu íslenskra kvenna á sjó, segja frá starfsvali sínu og deila sinnireynslu af samvinnu og sambúð kynjanna í siglingum. 

Þá verður leitað svara við því hvers vegna konur eru svo fáar til sjós og í siglingum og hvernig megi gera störf til sjávar eftirsóknarverð fyrir konur.

Forseti Íslands opnar ráðstefnuna og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra flytur lokaávarp.Ráðstefnan verður haldin í Kaldalóni í Hörpu og er opin öllum. Hægt er að skrá sig á vef Stjórnarráðsins.

Hvad-er-svona-merkilegt_-Konur-og-siglingar-3