Rækileg yfirferð dýptarmælinga

22. júní, 2020

– Nýjar útgáfur sjókorta á fyrri hluta árs 2020- Sjókortavefsjá uppfærð

22.6.2020 Kl: 13:10

Á fyrrihluta ársins 2020 voru nýjar útgáfur af sjö sjókortum gefnar út. Meðal
þeirra eru þrjú sjókort sem ná m.a. yfir suðurhluta Breiðafjarðar. Um er að
ræða hafnakortið af Stykkishólmi (1:10 þús.), aðsiglingakort í 1:50.000 af ströndinni
og hafsvæðinu milli Ólafsvíkur til Stykkishólms. Þriðja sjókortið, Hjörsey –
Stykkishólmur, er í flokki strandsiglingakorta í 1:100.000. Kortið nær yfir
hafsvæðið beggja vegna Snæfellsness, frá Hjörsey á Mýrum í Breiðasund austan
Stykkishólms.

Mikil vinna var lögð í endurskoðun kortanna og fór í hana verulegur tími.
En hún fól m.a. í sér rækilega yfirferð allra dýptarmælinga sem til eru. Einnig
var ströndin auk eyja og skerja vandlega yfirfarin. Til þessa verks var notaður
loftmyndagrunnur frá Loftmyndum ehf.

K37-426-424_ny_utgNýjar útgáfur af sjókortum nr. 37 Hjörsey-Stykkishólmur, 426
Ólafsvík-Stykkishólmur 
og 424 Stykkishólmur komu út í janúar 2020.

Þegar nálgaðist lok mælingatímabilsins sjómælingaskipsins
Baldurs sumarið 2019 voru aðsiglingaleiðirnar inn til Stykkishólm endurmældar.
Ný fjölgeislamæling leiddi í ljós að nokkuð grynnra var á siglingaleiðinni
norðan frá Elliðaey til hafnar en voru í sjókorti. Breyttu dýpi var komið á framfæri í Tilkynningum til sjófarenda sem gefnar
voru út 15. nóvember 2019 (5/2019).

K426_NV-152-1

Ný fjölgeisladýptarmæling af aðsiglingaleiðum til
Stykkishólms. Mælingin sýndi að grynnsti punktur var 8,8 m á móts við
Merkissker á leiðinni norðan frá Elliðaey. Í fyrri eingeisladýptarmælingum var
grynnst 11,4 m.

Sjókortavefsjá sem opnuð var formlega í
desember 2019 hefur nú verið uppfærð með þessum nýju útgáfum auk annarra nýrra
útgáfa sjókorta á liðnum mánuðum s.s. hafnakortanna af Dalvík, Grindavík og
Þorlákshöfn – sjá: https://atlas.lmi.is/mapview/?application=LHGDir_ljos_i_Thorlakshofn

Ný stefnuvirk innsiglingarljós komin í nýja
útgáfu af sjókortinu af Þorlákshöfn í mars 2020.