Reykköfun æfð um borð í Jóni Kjartanssyni
Áhöfnin á varðskipinu Þór æfði reykköfun á dögunum
27.2.2023 Kl: 10:32
Áhöfnin á varðskipinu Þór æfir reglulega viðbrögð við eldsvoða sem upp kann að koma um borð í skipum á hafinu umhverfis landið.
Á dögunum var haldin reykköfunaræfing um borð í fiskiskipinu Jóni Kjartanssyni á Reyðarfirði.
Æfingin gekk sérlega vel og Sævar Már Magnússon, bátsmaður á Þór, útbjó þetta áhugaverða myndband af æfingunni.
Farið yfir teikningar skipsins.