Saga Landhelgisgæslunnar rakin
Gylfi Geirsson, loftskeytamaður, heldur fyrirlestur um stofnun og sögu Landhelgisgæslunnar.
5.11.2019 Kl: 11:38
Gylfi Geirsson, loftskeytamaður og fyrrverandi starfsmaður Landhelgisgæslunnar, heldur fyrirlestur um stofnun Landhelgisgæslunnar og sögu hennar á fræðslufundi Vitafélagsins annað kvöld (6. nóvember) klukkan 20:00. Gylfi gjörþekkir störf Gæslunnar en hann hóf störf hjá Landhelgisgæslunni vorið 1971 og starfaði hjá stofnuninni í 42 ár. Fræðslufundurinn er haldinn í húsnæði Sjóstangafélags Reykjavíkur að Grandagarði 18, 2. hæð og eru áhugasamir hvattir til að mæta.
Gylfi Geirsson, loftskeytamaður.