Samæfing Áhafna Freyju og Sigurvins

Sigurvin tók Freyju m.a. í tog

  • Vardskipid-Freyja-og-bjorgunarskipid-Sigurvin

29.8.2023 Kl: 9:20

Áhafnirnar á varðskipinu Freyju og björgunarskipinu Sigurvin héldu samæfingu á Siglufirði á dögunum. Markmið æfingarinnar var meðal annars að láta reyna á dráttargetu Sigurvins og þar var ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því Sigurvin var látinn taka varðskipið Freyju í tog. Æfingin gekk sérlega vel. Sigurvin dró varðskipið áfram á 1,2 hnúta ferð undir 60% álagi.

Tilkoma Sigurvins til Siglufjarðar er sérlega mikilvæg og hafa sjófarendur eignast mikinn liðsstyrk með tilkomu þessa öfluga skips. Þess má geta að varðskipið Freyja er stærsta skipið á íslenskri skipaskrá. Landhelgisgæslan og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa átti í traustu og góðu samstarfi í áratugi og æfingar sem þessar eru mikilvægar til að stilla strengina enn betur saman.

Myndir: Guðmundur St. Valdimarsson.

Samaefing-a-SIgloBjörgunarskipið Sigurvin.

Ahafnir_1693301031585Áhafnir skipanna.

Freyja-og-Sigurvin2Sigurvin og Freyja á æfingunni.