Sameiginlegur námskeiðsdagur áhafna
Fyrirlestrar og fræðsla
18.12.2018 Kl: 14:24
Á dögunum var sameiginlegur námskeiðsdagur áhafna
varðskipanna haldinn um borð í varðskipinu Þór sem var við bryggju í
Hafnarfirði. Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri, kynnti niðurstöður
jafnréttiskönnunar og fóru fram umræður að kynningu lokinni. Að því búnu var
farið yfir stefnu stofnunarinnar í eineltismálum enda mikilvægt að allir
starfsmenn þekki hvernig ber að bregðast við slíkum atvikum. Sigríður Björk
Þormar, sálfræðingur, kom og flutti fyrirlestur um kulnun og streitu. Að
undanförnu hefur mikil og þörf umræða verið í samfélaginu um andlega líðan og
afar mikilvægt að áhafnir varðskipanna séu meðvitaðar um eigin líðan.
Nokkrar þrautir voru lagðar fyrir áhafnirnar og að sjálfsögðu stóðu þær sig með stökustu prýði.
Námskeiðið var vel sótt.Auðunn Friðrik Kristinsson hlustar af athygli.Inga Guðrún Birgisdóttir sem leysir af sem mannauðstjóri í fjarveru Svanhildar Sverrisdóttur kynnti niðurstöður jafnréttiskönnunar.Áhafnirnar leysa þraut.