Samningur við Breta endurnýjaður

1. febrúar, 2019

Georg Kr. Lárusson og Tim Lowe skrifuðu undir endurnýjaðan tvíhliða samning.

1.2.2019 Kl: 15:20

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Tim
Lowe, aðmíráll og yfirmaður UKHO, bresku sjómælinganna, skrifuðu á dögunum
undir endurnýjaðan tvíhliða samning um áframhaldandi samstarf á sviði
sjókortagerðar. Samningurinn tekur m.a. á skiptum á upplýsingum og reynslu er
snýr að útgáfu sjókorta. Markmið með samningnum er einnig að auka öryggi sjófarenda
og verndun umhverfisins. Landhelgisgæslan og UKHO hafa átt í nánu samstarfi á
þessu svið í ríflega tvo áratugi sem m.a. hefur snúið að þjálfun starfsmanna
Landhelgisgæslunnar, samskiptum við þriðja aðila er lýtur að
höfundarréttarmálum og dreifingu á rafrænum sjókortum.

Capture_1549034559980Tim Lowe, yfirmaður UKHO.UnspecifiedSamstarfið hefur verið farsælt og skiptir afar miklu máli.