Samsigling skipaflota Landhelgisgæslunnar

26. maí, 2021

Sérstakar aðstæður urðu til þess að skipin voru á sama tíma á sama stað.

26.5.2021 Kl: 11:04

Varðskip
Landhelgisgæslunnar og sjómælingabáturinn Baldur eru sjaldnast á sama tíma á
sama stað nema þegar skipin liggja bundin við bryggju í Reykjavík yfir jól og
áramót eða á milli eftirlitsferða. 

Sérstakar aðstæður vegna mismunandi verkefna
skipanna urðu til þess að varðskipin og sjómælingabáturinn Baldur mættust á
Ísafjarðardjúpi og við það tilefni var tekin mynd af öllum flotanum. Áhöfnin á Tý
var við eftirlitsstörf á miðunum, áhöfnin á Þór var í árlegu vitaverkefni í
samstarfi við Vegagerðina og áhöfnin á Baldri var við mælingar í Djúpinu.

Guðmundur
St. Valdimarsson, bátsmaður á Tý, lét slíkt tækifæri ekki úr greipum ganga og
tók þessa frábæru mynd af skipaflota Landhelgisgæslu Íslands. Þá tók Sævar Már
Magnússon, bátsmaður á Þór, tók glæsilegar myndir úr lofti af flotanum. 

Image00019Baldur, Týr og Þór.

Baldur Týr og Þór

IMG_9000

IMG_0755-2-Varðskipin Þór og Týr.

IMG_9054Varðskipin.

13Skipin á siglingu.

06