Samstarf Landhelgisgæslunnar og Air Greenland

Air Greenland festi nýverið kaup á tveimur Airbus H225 þyrlum. Önnur þeirra lenti á Reykjavíkurflugvelli í vikunni.

  • 20200831_090128461_iOS

2.9.2020 Kl: 15:17

Í vikunni kom hingað til lands Airbus H225 þyrla Air Greenland sem var í ferjuflugi frá Póllandi til Grænlands. Áhöfnin hafði viðkomu hér á landi og var þyrlan geymd við flugskýli Landhelgisgæslunnar. 

Air Greenland festi nýverið kaup á tveimur H225 þyrlum en tvær af þyrlum Landhelgisgæslunnar eru sömu tegundar. 

Landhelgisgæslan hefur verið Air Greenland innan handar vegna þjálfunar og samtarf verður á milli Gæslunnar og flugfélagsins vegna varahluta og annars búnaðar fyrir þyrlurnar.

20200831_090137371_iOSÞyrlan var geymd við flugskýli Landhelgisgæslunnar.20200831_090128461_iOS