Sendiherra bandaríkjanna í heimsókn

Carrin F. Patman, nýr sendiherra bandaríkjanna á Íslandi, heimsótti Landhelgisgæsluna.

  • Image00010_1667403805803

2.11.2022 Kl: 15:41

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í gær. Patman kynnti sér starfsemi stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, sjómælinga, séraðgerðasveitar og flugdeildar. 

Með Patman í för var einnig Jason A. Neal, hermálafulltrúi bandaríska sendiráðsins. Heimsóknin endaði um borð í varðskipinu Þór þar sem Páll Geirdal, skipherra, sýndi sendiherranum skipið og búnað þess. 

Image00002_1667403805800Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands tekur á móti Patman í Skógarhlíð. 

Image00005_1667403805803Sendiherrann ræðir við Sigurð Wiium, yfirflugstjóra Landhelgisgæslunnar. 

Image00004_1667403805857Í flugskýli Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð. 

Image00006_1667403805797Páll Geirdal skipherra sýnir Patman varðskipið Þór. 

Sjomaelingar-PatmanPatman kynnir sér sjómælingar.