Rætt um sameiginlega fleti á sviði leitar- og björgunarmála.
20.6.2023 Kl: 10:49
Jesmond Cutajar, sendiherra Möltu gagnvart Íslandi, heimsótti Landhelgisgæsluna í Skógarhlíð í vikunni. Cutajar fékk kynningu á starfsemi Landhelgisgæslunnar og skoðaði sig um í stjórnstöðinni í Skógarhlíð.
Þá átti hann fund með Georg Kr. Lárussyni, forstjóra, og Auðunni F. Kristinssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs. Á fundinum var rætt um sameiginlega fleti landanna tveggja á sviði leitar- og björgunarmála sem og samstarf á sviði þjálfunarmála.
Að fundi loknum afhenti Cutajar Landhelgisgæslunni fróðlega bók um sögu og menningu Möltu.
Jesmond Cutajar og Georg Kr. Lárusson.