Síðasta ferð Páls

Páll Egilsson, yfirvélstjóri á varðskipinu Tý, kom heim úr sinni síðustu ferð í gær.

  • 98362899_2946511038775053_4906339320601772032_n

20.5.2020 Kl: 12:43

Páll Egilsson, yfirvélstjóri á varðskipinu Tý, kom heim úr sinni síðustu ferð í gær þegar Týr lagðist að bryggju í Reykjavík. Páll hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í tuttugu og eitt ár. 

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Páli við komuna til höfuðborgarinnar og í tilefni tímamótanna var haldið Kaffisamsæti fyrir samstarfsmenn og fjölskyldu Páls. Landhelgisgæslan þakkar Páli innilega fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar.

Ljósmyndir: Guðmundur St. Valdimarsson.

98364632_1241375506208746_6467197596371779584_nSamstarfsmenn Páls og fjölskylda tóku á móti við komuna til Reykjavíkur.98287848_1185234215148181_2519228752689364992_nÍ tilefni tímamótanna var kaffisamsæti um borð í Tý.100538807_569603880643732_7853766094975139840_nPáll og barnabarn hans.99425104_862644230884730_1972930481963925504_nMálin krufin til mergar í þyrluskýli varðskipsins.