Síðasta P-3C Orion skipa- og kafbátaeftirlits- og leitarflugvél bandaríska sjóhersins lendir hér á landi
Bandarísk stjórnvöld hafa síðastliðin ár verið að taka í notkun nýjar eftirlits- og leitarflugvélar fyrir kafbáta og skip. Frá sjöunda áratugnum hafa verið í notkun í Evrópu og á Íslandi P-3C Orion flugvélar og verður þeim nú skipt út fyrir nýjar P-8 Poseidon, Boeing 737 flugvélar http://www.boeing.com/defense/maritime-surveillance/p-8-poseidon/index.pageb.
Síðasta flugvélin til að yfirgefa Evrópu lendir á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á morgun, miðvikudaginn 7. september kl. 13:00 og heldur síðan áfram til Bandaríkjanna næsta morgun. P-3C flugvélarnar hafa verið staðsettar hér á landi frá miðjum sjöunda áratugnum og hafa þær haft hér tímabundna viðdvöl s.l. þrjú ár við eftirlit á Norður Atlantshafi, nú síðast í ágúst. Einnig hafa P-8 flugvélarnar verðið gerðar út frá Keflavík, tímabundið í sama tilgangi. P-3C flugvélarnar eiga sér langa og farsæla sögu hér á landi og hafa þær komið að mörgum björgunar- og leitarverkefnum.
Mynd: Baldur Sveinsson |
Friðþór Eydal fyrrum blaðafulltrúi Varnarliðsins tók saman eftirfarandi samantekt um sögu P-3C flugvélanna hér á landi.
Rúmlega hálfrar aldar sögu Orion-kafbátaleitarflugvéla í þjónustu Bandaríkjaflota á Atlantshafi og Miðjarðarhafi lokið
Viðdvöl P-3C Orion eftirlits- og kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjaflota á Keflavíkurflugvelli í dag markar lok á löngum kafla í sögu kafbátaleitar úr lofti. Vel er við hæfi að áð skuli á Keflavíkurflugvelli á heimleið eftir síðasta úthald í Evrópu en flugvöllurinn þótti löngum háborg kafbátaleitarflugs á dögum kalda stríðsins. Bandaríkjafloti hefur þegar tekið í notkun nýjar og fullkomnari flugvélar af gerðinni P-8A Poseidon en fáeinar Orion-flugvélar verða enn við störf á Kyrrahafi um nokkra hríð.
Bandaríkjafloti hóf eftirlits-og kafbátaleitarflug frá Keflavíkurflugvelli strax eftir komu varnarliðsins árið 1951. Starfsemin hlaut mjög aukið vægi á sjöunda áratugnum þegar sovéski flotinn hóf að stefna ört vaxandi kafbátaflota út á Atlantshaf. Flugvélar af gerðinni P-3 Orion voru teknar í notkun sumarið 1962 og komu fyrst til Íslands árið 1965. Árið eftir hófst þar reglubundin útgerð Orion-flugsveita sem skipt var um á hálfs árs fresti og stóð óslitið til ársins 2003. Fjölmargar aðrar þjóðir tóku Orion-flugvélar í þjónustu sína, þ.á.m. Norðmenn, og Hollendingar héldu úti slíkum flugvélum á Keflavíkurflugvelli um árabil í samstarfi við varnarliðið.
Umsvifamikill rekstur Orion-flugvélanna var snar þáttur í starfsemi varnarliðsins og voru þær algeng sjón á sveimi umhverfis Keflavíkurflugvöll og yfir hafsvæðinu umhverfis landið. Könnunarbúnaður þeirra olli byltingu í kafbátaleit úr lofti og þróaðist með miklum árangri til samræmis við framfarir í kafbátatækni, m.a. með öflugri tölvutækni við gagnaúrvinnslu. Flugreksturinn reyndist mjög farsæll eins og dæmin sanna en þrautþjálfuðum áhöfnum Orion-flugvélanna hlekktist aldrei á við störf hérlendis í hundruð þúsunda floginna klukkustunda, oft við erfiðustu aðstæður.
Til marks um fjölhæfni Orion-flugvélanna er að þær gengu í endurnýjun lífdaga í nýafstöðnum styrjöldunum í Írak og Afganistan þar sem fullkominn könnunarbúnaður þeirra, á borð við nákvæman ratsjár- og myndavélabúnað, kom að góðum notum til stuðnings landhersveita.
Síðasta Orion-flugvélin sem nú snýr aftur frá Evrópu tilheyrir 4. eftirlitsflugsveit flotans – Patrol Squadron 4. Flugsveitarforinginn, Christopher Smith skipherra, segir spennandi tíma fyrir höndum hjá liðsmönnum sínum. „Við leggjum nú Orion-flugvélunum eftir hálfrar aldar dygga þjónustu og tökum nýja og fullkomnari flugvél í notkun. Að lenda í Keflavík á heimleiðinni er mjög táknrænt eftir löng og farsæl samskipti við Íslendinga. Ég met mikils þann mikla stuðnings sem við höfum notið hjá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og öllum þeim sem stuðlað hafa að löngu og árangursríku samstarfi.“
Líkt og fyrirrennarinn gerði markar nýja P-8 Poseidon-flugvélin kaflaskil í könnunar- og kafbátaleitarflugi. Flugvélin er byggð á algengri og þrautreyndri gerð farþegaþotu, Boeing B-737-800, og búin helstu nýjungum í könnunarbúnaði sem völ er á. Flugvélar af þessari gerð hafa þegar tekið við keflinu í þjónustu Bandaríkjaflota í Evrópu og hafa nokkrum sinnum komið til starfa á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri.
Mynd: Baldur Sveinsson |
Bandaríski sjóherinn hefur birt eftirfarandi fréttatilkynningu:
By Lt. Brian O'Bannon
07 Sept. 2016
KEFLAVIK, Iceland – The last P-3C Orion from Patrol Squadron (VP) Four stopped in Keflavik, Iceland on its return journey to Naval Air Station Whidbey Island, Washington following a six-month deployment to the 6th Fleet area of responsibility (AOR) Sept. 7, 2016.
The departure of the P-3C from the AOR concludes a legacy of sustained operations spanning over five decades across both Iceland as well as Europe. Keflavik Naval Air Station has hosted both rotational deployments and detachments of P-3Cs from the United States and Allies since its inception. Most recently, it hosted detachments by Patrol Squadrons Four and Nine. During the last visit, members of the Icelandic Coast Guard and media will be present to see this P-3C in Keflavik for the last time.
“This is an exciting time for Patrol Squadron Four. This flight home marks the end of 50 years of flying the P-3C Orion for Patrol Squadron Four. It is very appropriate that we get to fly through Keflavik, given the great relationship our squadrons have enjoyed with the Icelandic people for so many years. I am very grateful for the great support we have received from the Icelandic Coast Guard and all the people who have made our partnership so successful.”
Cmdr. Christopher Smith, Patrol Squadron Four commanding officer
Quick Facts:
The P-8A Poseidon replaces the P-3C in providing maritime patrol for the United States Navy in the 6th Fleet AOR and is on its maiden deployment with the Patrol Squadron Four-Five Pelicans.
Patrol Squadron Four is in the 6th Fleet AOR in support of U.S. national security interests in Europe and Africa.
Patrol Squadron Four is transitioning to the P-8A Poseidon after a home of port change to Naval Air Station Whidbey Island.
U.S. 6th Fleet, headquartered in Naples, Italy, conducts the full spectrum of joint and naval operations, often in concert with allied, joint, and interagency partners, in order to advance U.S. national interests and security and stability in Europe and Africa.