Sigurður Steinar jarðsunginn
Starfsfólk Landhelgisgæslunnar vottaði Sigurði Steinari virðingu sína með því að standa heiðursvörð þegar kistan var borin úr kirkju.
6.11.2019 Kl: 9:15
Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í gær. Fjölmenni var við útförina. Sr. Einar Eyjólfsson, fríkirkjuprestur í Hafnarfirði, jarðsöng. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar vottaði Sigurði Steinari virðingu sína með því að standa heiðursvörð þegar kistan var borin úr kirkju.Halldór Benóný Nellett, skipherra á Þór, Páll Geirdal, yfirstýrimaður á Þór, Hafsteinn Heiðarsson, flugstjóri, Haukur Grímsson, smyrjari, Einar Valsson, skipherra á Tý, Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður sprengjusveitar, Jón Árni Árnason, varðstjóri í stjórnstöð og Sævar Már Magnússon, bátsmaður á Þór báru kistuna.
Fjölmenni var við útförina.
Starfsfólk Landhelgisgæslunnar stóð heiðursvörð.
Ljósmyndir: Árni Sæberg/Morgunblaðið.