Sjófarendur hvattir til aðgæslu vegna lagnaðaríss

Í kuldatíðinni sem staðið hefur síðustu daga og vikur hefur víða myndast lagnaðarís þar sem sjólag er nægjanlega stillt.

  • Lagnadaris_Siglunes_02

16.3.2023 Kl: 14:43

Í kuldatíðinni sem staðið hefur síðustu daga og vikur hefur víða myndast lagnaðarís þar sem sjólag er nægjanlega stillt. Á þetta við bæði innan og utan hafna. Á meðfylgjandi myndum sem Heimir Sverrisson starfsmaður Landhelgisgæslunnar á Siglufirði tók í morgun má sjá fláka af lagnaðarís á reki skammt frá Siglunesi. Áfram er gert ráð fyrir köldu veðri og hvetur Landhelgisgæslan sjófarendur til aðgæslu þar sem aðstæður sem þessar skapast. 

Lagnadaris_Siglunes_01Lagnaðarís á Siglunesi.