Sjómannadagurinn 2020

Hefðbundin dagskrá hjá Landhelgisgæslunni þrátt fyrir að hátíðahöld hafi verið með óhefðbundnu sniði.

  • 1_1591614537130

7.6.2020 Kl: 22:00

Hátíðahöld á Sjómannadaginn voru nokkuð óhefðbundin en starfsfólk Landhelgisgæslunnar hélt þó í hefðirnar. Í Dómkirkjunni fór fram Sjómannadagsmessa þar sem Hekla Jósepsdóttir, Hallbjörg Erla Fjeldsted og Guðjón Arnar Elíasson lásu ritningarorðin. Dagskráin var með hátíðlegasta móti.

Varðskipið Týr var við bryggju á Ísafirði og áhöfnin fór prúðbúin til útimessu. Hluti þyrlusveitar borðaði kvöldverð um borð í varðskipinu en TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var í grenndinni. Varðskipið Týr var að sjálfsögðu tengt við landrafmagn og slökkt á öllum vélum.

Þá var sjómælingaskipið Baldur við bryggju á Grundarfirði.

103936282_871545779921565_2788367466698209541_nTýr við bryggju á Ísafirði.103574241_2666931560254996_2415041889250336591_nÁhöfnin á Tý fór prúðbúin til útimessu.1_1591615246867Að lokinni Sjómannadagsmessu í Reykjavík. 103128464_282867889526119_7713708295887594797_nUm borð í Tý.IMG_3377Hefð er fyrir því að starfsfólk Landhelgisgæslunnar og gestir hennar borði saman að lokinni  messu.Baldur123Baldur við bryggju.

Myndir: Guðmundur St. Valdimarsson, ÁLA, og Guðmundur Birkir Agnarsson.