Skipstjóri fiskibáts sendi frá sér neyðarkall eftir að leki kom að bátnum sem var á veiðum í mynni Arnarfjarðar á tíunda tímanum í morgun
19.6.2023 Kl: 11:19
Skipstjóri
fiskibáts sendi frá sér neyðarkall eftir að leki kom að bátnum sem var á veiðum
í mynni Arnarfjarðar á tíunda tímanum í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var
þegar í stað kölluð út á fyrsta forgangi sem og björgunarskip á vegum
Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Patreksfirði. Þá voru skip í grenndinni
beðin um að halda á staðinn.
Skipstjóri
fiskibátsins tjáði varðstjórum í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að dæla bátsins
hefði ekki undan og lestin væri að fyllast af sjó.
Fiskibátar
sem staddir voru skammt frá vettvangi voru snöggir á staðinn. Áhöfn eins þeirra
kom dælum um borð sem höfðu undan og festu bátinn utan á síðuna. Neyðarástandi
var þá aflýst og þyrla Landhelgisgæslunnar afturkölluð. Ákveðið var að
björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar héldi sinni ferð áfram með
fleiri dælur til öryggis. Björgunarskipið mun taka við bátnum og draga hann til
hafnar.