Skipt um öldudufl við Surtsey
Áhöfnin á Þór hefur haft í nógu að snúast.
14.9.2018 Kl 17:15
Áhöfnin á varðskipinu Þór hefur haft í nógu að snúast eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Á dögunum var farið á léttbáti til að skipta um öldudufl við Surtsey. Áhafnir varðskipanna eru einnig ákaflega vel þjálfaðar til að bregðast við óvæntum aðstæðum. Í vikunni fór fram æfing í reykköfun þar sem æfð var björgun á manni sem sat fastur undir fargi. Björgunarlínur voru notaðar til að lyfta farginu svo hægt væri að bjarga manninum. Æfingin heppnaðist eins og best verður á kosið.
Áhafnir varðskipanna æfa reykköfun reglulega.
Skipt um öldudufl við Surtsey.
Æfð var björgun á manni sem sat fastur undir fargi. Myndir: Sævar Már Magnússon.